SVANSVOTTAÐUR PRENTGRIPUR


PRENTÞJÓNUSTA

Svansvottuð prentsmiðja vinnur að umhverfismálum útfrá heildrænni nálgun. Þar er mikilvægt að nota hráefni eins og best verður á kosið og minnka þar að leiðandi sóun og skipta út efnavöru sem hefur skaðleg áhrif á heilsu og umhverfið. Reynslan hefur sýnt að með því að minnka sóun á hráefni er einnig hægt að halda kostnaði í skefjum og hámarka framleiðni. Kröfurnar ná einnig til gæðastjórnunar, en skýr stýring á umhverfisþáttum og gæðastjórnun helst oft í hendur.


VIÐMIÐIN

Viðmið Svansins fyrir prentþjónustur voru fyrst tekin í notkun árið 2003 og byggist á tilteknum fjölda skyldukrafna ásamt stigakerfi þar sem þarf að ná lágmarksfjölda stiga til að hljóta vottunina. Í viðmiðum Svansins fyrir prentsmiðjur er áhersla lögð á eftirfarandi atriði:

  • Nota hátt hlutfall af umhverfisvottuðum pappír
  • Lágmarka sóun pappírs í ferlinu
  • Lágmarka notkun efnavöru
  • Tryggja góða innivist fyrir starfsfólk
  • Lágmarka orkunotkun og innleiða orkusparandi aðgerðir
  • Hefur innleitt gæðastýringu til að tryggja gæði í þjónustunni


SVANSVOTTAÐUR PRENTGRIPUR

Ef velja á Svansvottaðan prentgrip þarf fyrst og fremst að finna prentþjónustu sem er Svansvottuð.

Við hvetjum til þess að innkaupaaðilar biðji sérstaklega um að prentgripurinn sé Svansvottaður og velji jafmframt að hafa merki Norræna Svansins á prentgripinum.

Til að prentgripur geti verið merktur Svaninum þarf prentþjónustan að tryggja að eftirfarandi fimm skilyrði séu uppfyllt.

  1. Pappírinn í prentgripnum sé svansvottaður eða samþykktur af Svaninum
  2. Hvorki prentgripurinn né umbúðir hans má innihalda PVC-plast
  3. Öll notkun ilmefni eru bönnuð
  4. Prentgripurinn verður að vera prentaður af Svansvottaðri prentsmiðju og allir undirverktakar þurfa að vera samþykktir af Svaninum
  5. Svansvottaðir prentgripir skulu vera auðgreinanlegir frá öðrum pöntunarseðlum

Ekki er heimilt að merkja prentgripi sem ekki standast þessar kröfur með vörumerki Svansins og breytir engu þar um hvort undir merkinu standi „Prentsmiðja“ í stað „Prentgripur“ eða annað.

Leyfilegt er að gefa til kynna á prentgripum sem ekki standast kröfurnar um Svansmerktan prentgrip að þeir séu prentaðir af Svansvottaðri prentþjónustu en þá án þess að nota Svansmerkið sjálft. Sé þetta gert þarf leyfisnúmer að koma fram

Þessar upplýsingar koma af heimasíðu Svansins svanurinn.is



Fáðu tilboð í prentverk

tilboð í prentverk


Leitaðu á síðunni