Plaköt
Hvenær verður einblöðungur að plakati?
Einblöðungur verður að plakati þegar hann er orðinn stærri en A4 blað.
Plaköt geta hangið víða en oftast eru þau á veggjum eða þar til gerðum auglýsingatöflum á
kaffihúsum, sundstöðum, sjoppum og öðrum fjölförnum stöðum.
Plaköt eru líka í stöndum fyrir utan matsölustaði, í kössum kvikmyndahúsa og strætóskýlum.
Við getum prentað þetta allt saman með bros á vör.
Við leggjum mikla áherslu á vandaðan pappír og hágæða prentun á öllum okkar vörum.
Prentráðgjafar okkar eru fúsir að leiðbeina, gefa góð ráð og gera verðtilboð.
Pappírsþykktir
Pappírsþykkt í plakötum er venjulega frá 130 gr. til 200 gr.
Algengar stærðir
A3 (297x420 mm.) | A2 (420x594 mm.) | A1 (594x840 mm.) | 500x700 mm. | 700x1000 mm.
Endurprentun
Auðvelt er að endurprenta eldri verk þar sem við kappkostum að geyma öll verkefni á stafrænu formi.
Aðrir valmöguleikar
Laminering, matt eða glans | Plöstun, matt eða glans | Límt á foamplötu