PERSÓNUVERNDARSTEFNA
Persónulegar upplýsingar sem berast okkur í gegnum þessa vefsíðu eru einungis notaðar í samræmi við stefnu okkar um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Vinsamlegast lestu þessa skilmála vandlega yfir áður en þú ferð lengra. Með því að veita okkur persónulegar upplýsingar ertu þú að samþykkja notkun þeirra skv. stefnu okkar um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.
Í þessari persónuverndarstefnu útskýrum við hver við erum, ástæðuna fyrir því að við vinnum með gögn um þig, hvernig við vinnum úr þeim, með hverjum við deilum þeim, hversu lengi við geymum þau og hvernig þú getur haft samband við okkur og nýtt þinn rétt.
Persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar af PIXEL ehf. kt. Kt. 461101-2910, Ármúla 1, 105 Reykjavík.
PIXEL hefur umboð yfir persónuupplýsingum þínum í þeim tilgangi sem er tekinn fram hér.
Hvers vegna þurfum við upplýsingar um þig?
Við notum persónuupplýsingar um þig í eftirfarandi tilgangi:
1. Þjónusta
PIXEL selur prentun og þjónustu, ásamt heimsendingu í verslun sinni og á vef. Við notum upplýsingar þínar til að framfylgja sölu-, kaup- og þjónustusamningi eða til að framfylgja samningi að þinni beiðni.
2. Þjónustuaðilar
Í sumum tilvikum notast PIXEL við þriðja aðila til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd. Það á við um til dæmis vinnslu á debet- og kreditkortafærslum og vöruflutninga. PIXEL hefur einnig gert samning við þriðja aðila um skýjaþjónustu. Skýjaþjónusta er netþjónusta sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nota hugbúnað og tæki hjá þriðju aðilum. Til að mynda felst slík þjónusta í varðveislu upplýsinga í netþjónum, tölvupóstþjónustu og veflausnum. Slíkir þjónustuaðilar hafa í gildi viðeigandi stefnur og verkferla til að tryggja að upplýsingar sem þeir meðhöndla séu varðveittar með öruggum hætti hverju sinni. Ef þriðji aðili þarf að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við þjónustu, gætum við þess að þær séu aðeins notaðar í þeim tilgangi. Þeim er einnig skylt að fara með upplýsingarnar sem trúnaðarupplýsingar og/eða að skila þeim til okkar þegar notkun á þeim er lokið.
Er persónuupplýsingum deilt með öðrum? Persónuupplýsingum þínum gæti verið deilt: - Innan PIXEL. - Með þriðja aðila sem veitir þjónustu fyrir hönd PIXEL. Persónuupplýsingar geta verið meðhöndlaðar af öðrum fyrirtækjum sem eru ráðin til að veita þjónustu fyrir hönd PIXEL, t.d. við heimsendingu. Þessi fyrirtæki fá einungis nauðsynlegar persónuupplýsingar til að veita þjónustuna sem um ræðir og unnið er úr þeim einungis eftir fyrirmælum frá PIXEL.
Hver er réttur minn?
Þú getur krafist eftirfarandi af okkur:
● Aðgangs að öllum persónuupplýsingum sem við höfum um þig.
● Leiðréttingar á röngum eða ófullgerðum persónuupplýsingum um þig.
● Eyðingar eða takmörkunar á notkun persónuupplýsinganna.
Beiðni þín fær strax afgreiðslu til að tryggja að réttindum þínum sé framfylgt. Þú gætir þurft að framvísa skilríkjum til að tryggja að persónuupplýsingum sé einungis deilt með eigandanum. Hafðu þó í huga að í einhverjum tilfellum gæti tekið tíma að framfylgja beiðninni. (Til dæmis af lagalegum ástæðum). Þú færð upplýsingar um allar ákvarðanir og aðgerðir innan mánaðar frá því að þú sendir beiðni. Þú hefur einnig rétt á að senda inn kvörtun til Persónuverndar.
Réttur til að nálgast upplýsingar
Þú hefur rétt til að sækja staðfestingu frá PIXEL um hvort verið sé að nota persónuupplýsingar þínar, og ef svo er, að nálgast þær samkvæmt lögum.
Réttur til leiðréttingar
Þú hefur rétt til að krefja PIXEL fyrirvaralaust um leiðréttingu á röngum eða ófullgerðum upplýsingum um þig. Réttur til að eyða gögnum Þú hefur rétt til að krefja PIXEL fyrirvaralaust um að eyða upplýsingum ef eitthvað af eftirfarandi á við: a) Persónuupplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem þær voru sóttar og unnið var úr þeim. b) Þú dregur til baka samþykki fyrir meðhöndlun upplýsinga (þegar meðhöndlun er aðeins leyfileg með samþykki) og það eru enginn lagalegur grundvöllur fyrir gagnavinnslu. c) Þú ert mótfallin/n gagnavinnslu og það eru engar lagalegar ástæður til að vinna úr upplýsingunum.
Réttur til að takmarka gagnavinnslu
Þú hefur rétt til að krefja PIXEL um að takmarka gagnavinnslu ef eitt af eftirfarandi á við: a) Þú rengir nákvæmni persónuupplýsinganna á þeim tíma sem PIXEL getur staðfest réttmæti þeirra. b) Gagnavinnslan er ólögmæt og þú ert mótfallin/n því að eyða upplýsingum þínum og krefst frekar að notkun gagnanna sé takmörkuð. c) PIXEL hefur ekki lengur þörf á persónuupplýsingum til að vinna úr en þú krefst þess að fá upplýsingarnar af lagalegum ástæðum. d) Þú ert mótfallin/n gagnavinnslu, nema ef ástæður PIXEL eru yfirsterkari.
Réttur til að fá afhent gögn
Ef meðferð á persónuupplýsingum er háð samþykki og þær voru sóttar á sjálfvirkan hátt hefur þú rétt á að fá þær sendar til þín á uppsettu, notendavænu og tölvutæku formi.
Réttur til að mótmæla
Þú hefur rétt til að mótmæla meðferð á persónuupplýsingum þínum hvenær sem er ef þær eru notaðar í tengslum við: 1) lagalega hagsmuni PIXEL 2) beina markaðssetningu 3) persónugreiningu.
Get ég dregið samþykki mitt til baka?
Ef samþykki er lagalega nauðsynlegt til að meðhöndla persónuupplýsingar hefur þú rétt til að draga samþykki þitt til baka hvenær sem er. Þegar þú dregur samþykki þitt til baka hefur það ekki áhrif á lögmæti meðhöndlunar sem er byggð á samþykki áður en það var dregið til baka. Að auki hefur það ekki áhrif á lögmæti meðhöndlunar á sömu gögnum sem er byggð á öðrum grunni – til dæmis á lagalegri skyldu eða til að framfylgja samningi.
Ef þú óskar eftir að draga samþykki þitt til baka getur þú haft samband við okkur.
Við notum vafrakökur til að veita þér betri þjónustu. Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru geymdar á tölvunni þinni eða á netþjóni. Allar PIXEL vefsíður óska eftir notendanafni og lykilorði fyrir innskráningu og óska um leið eftir samþykki til að nota vafrakökur þannig að þú getir notað alla þá þjónustu sem vefsíðan býður upp á.
PIXEL notar þessa tækni að mestu til að:
● Geyma IP-tölu notanda. Upplýsingar frá vafraköku auðkenna notandann og ef hann hefur sótt um þjónustu, tekið þátt í samkeppnum eða viðburðum þá gefa þær kerfinu aðgang að upplýsingum sem við geymum. Þannig getum við lagað notendastillingar að þér og auðveldað þér að nota þjónustu okkar.
● Rannsaka og greina á milli reglulegra og nýrra notenda þannig að við getum reiknað út fjölda notenda og uppfært þá tölu.
● Kynna okkur hvenær notandi sér ákveðinn hluta af vefnum til að koma í veg fyrir að svæðið birtist honum ítrekað.
Í sumum tilfellum söfnum við upplýsingum á vefnum okkar í gegnum tímabundnar vafrakökur. Þessar vafrakökur hverfa þegar þú lokar vafranum. Þær geymast ekki á harða disknum heldur aðeins á tímabundnu minni sem eyðist þegar þú lokar vafranum. Við notum tímabundnar vafrakökur til dæmis til að komast að því hvernig vefurinn okkar er notaður þannig að við getum bætt hönnun hans og notagildi. Tímabundnar vafrakökur eru ekki tengdar auðkennanlegum persónuupplýsingum. Þú getur alltaf sett vafrakökum takmörk með valkostum í vafranum.
Skoðaðu stefnu PIXEL um vafrakökur.
Gildistími persónuverndarstefnu
Persónuverndarstefna okkar kann að taka breytingum af og til og verður hún þá uppfærð í samræmi við þær breytingar. Vinsamlega fylgstu með þessum upplýsingum til að fylgjast með breytingum. Ef efnislegar breytingar verða gerðar á því hvernig við notum persónuupplýsingar og slíkar breytingar fara ekki saman við þann tilgang sem lýst er í persónuverndarstefnunni, verður það tilkynnt með góðum fyrirvara.